Skáli deildarinnar


Undanfarin ár hefur deildin unnið að byggingu skála á Réttartorfu. Skálinn er nú nær fullsmíðaður og geta 15 - 30 manns gist þar. GPS punktur fyrir skálann (meðaltal fjögurra staðsetninga) er N65°15.545 og V17°18.661.  Datum er Hjörsey 1955, án leiðréttingar.
Réttartorfan er austan við Skjálfandafljót og eru um 10 - 20 km þangað frá syðstu bæjum í Bárðardal, Svartárkoti og Stórutungu. (Sjá kort). Leiðin frá Stórutungu er lengri og er farin ýtuslóð gegnum Suðurárhraunið, að mestu meðfram fljótinu. Leiðin frá Svartárkoti er styttri og hraunið sandorpnara, en fara verður Suðurá á vaði.
Einnig má koma að skálanum sunnan frá af fjallvegi F910 (leiðin norðan við Trölladyngju) eða fara yfir Skjálfandafljót á Hrafnabjargavaði að haustlagi, þegar lítið er í fljótinu. Þeir sem hugsa sér að keyra yfir Skjálfandafljót á Hrafnabjargavaði ættu að skoða vatnshæðarmæli við Aldeyjarfoss.
Að vetri er hægt að fara á ís yfir fljótið.
Þessi síða ansar kallinu: http://ey4x4.net/skali.htm


© Grétar G. Ingvarsson 1998-2004. Uppfært 22.01.2001 .