Þorrablót Eyjafjarðardeildar

Nú er komin hefð á það, að deildin haldi veglegt þorrablót á hverjum vetri. Þorrablótið er haldið næstu helgi eftir febrúarfund. Að sjálfsögðu er reynt að hafa það á fjöllum, sé þess nokkur kostur.
Fyrstu tvö árin ('93 og '94) var blótið haldið í Ströngukvíslarskála á Eyvindarstaðaheiði. Árið 1995 var það á Hveravöllum, en vegna veðurs var það haldið á Ólafsfirði 1996. 1997 var blótið aftur á Hveravöllum og sóttu það 35 manns og skemmtu sér hið besta.

Þorrablótið 1998 var haldið 14.-15. febrúar á Hveravöllum. Eftir nokkuð erfiðan aðdraganda mættu þar 20 bílar og 40 - 50 manns.

Þorrablótið 1999 (kvæði og myndir) var haldið á Hveravöllum 13. febrúar. Alls voru 22 bílar í ferðinni og 42 þátttakendur á blótinu, auk staðarhaldara.

Ef einhvern vantar GPS-punkta af leiðinni frá Blönduvirkjun inn að Hveravöllum getur hann smellt hér.


Síðast breytt 13.05.1999